Verðskrá

 

Árborgir fasteignasala – Verðskrá 2023


Söluþóknun fasteigna í einkasölu er 1,95% auk vsk og í almennri sölu er 2,3% auk vsk.

Ef um stærri verkefni er að ræða er þóknun háð stærð og verðmæti fasteigna, sem og umfangi verkefna.

Lágmarkssöluþóknun er kr. 350.000 auk vsk.

Frágangsgjald fer eftir umfangi frágangs en er að lágmarki kr. 200.000 auk vsk.

Verðmat íbúðarhúsnæðis er unnið eftir tímagjaldi en er að lágmarki kr. 35.960 með vsk. Að auki er rukkað fyrir akstur kr. 119 pr km.

Verðmat atvinnuhúsnæðis er unnið eftir tímagjaldi en er að lágmarki kr. 49.600 með vsk.

Gjald vegna skjalagerðar td. vegna veðleyfa er kr. 18.600 með vsk.

Gjald fyrir uppgreiðslu lána er kr. 12.400 með vsk. fyrir hvert lán en að hámarki kr. 24.800 með vsk.

Aðstoð við greiðslumat er rukkuð eftir tímagjaldi en er að lágmarki kr. 37.200 með vsk.

Tímagjald löggilts fasteignasala er kr. 24.800 með vsk.

Umsýsluþóknun kaupanda er kr. 48.990 með vsk.

Gagnaöflunargjald seljanda er kr. 46.500 með vsk.

Þóknun fyrir að koma á leigusamningi er að lágmarki sem nemur einum leigumánuði auk vsk. Sé leigusamningur til 5 ára eða lengri tíma er þóknun tveir leigumánuðir auk vsk.

Sé bifreið notuð sem greiðsla upp í fasteign er söluþóknun bifreiðar 3,95% auk vsk.