ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynnaMjög skemmtilegt iðnaðarbil á góðum stað á Laugarvatni. Húsið er timburhús, klætt að utan með aluzinki, þak er kraftsperruþak klætt með aluzink járni. Lofthæð er rúmir 4 metrar og innkeyrsluhurð er 3,6m há og 4m breið. Að auki er gönguhurð á framhlið og á bakhlið. Að innan er búið að afstúka snyrtilega kaffistofu í enda auk salernis, en millioft er yfir þessum rýmum. Eignin er fullmáluð innan, hiti er í gólfum, rafmagnsmótor er á innkeyrsluhurð.
Bílaplan er malbikað.
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga.