Árborgir fasteignasala s: 482-4800 kynna í einkasölu.Fullbúið og snyrtilegt raðhús í grónu og eftirsóttu hverfi á Selfossi. Húsið er steypt múrað að utan með ljósu múrkerfi og lituðum við í bland, bárujárn er á þaki.
Heildarstærð eignarinnar er 150m2 og er sambyggður bílskúr 36,6m2 þar af.
Að innan skiptist eignin í forstofu, baðherbergi, þvottahús, 3 svefnherbergi, stofu og eldhús. Flísar eru á gólfi í forstofu og þar er skápur. Þvottahúsið er flísalagt og þar er góð innrétting.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og hluti veggja, þar er stór gólfsturta og fín innrétting.
Korkflísar eru á gólfi í eldhúsi en þar er snyrtileg innrétting með góðum tækjum. Parket er á gólfi í stofu og á gangi, í stofu er hurð útá sólpall. Herbergin eru parketlögð og eru fataskápar í þeim öllum. Góð lofthæð er í húsinu og er innfeld led ljós í stofu og eldhúsi. Bílskúr er flísalagður, í enda hans er geymsla og að auki er lítið geymsluloft í enda hans.
Innkeyrsla er hellulögð og með hitalögn. Sólpallur með skjólveggjum er framan við húsið, lóðin er gróin.
Staðetning er mjög góð en húsið stendur innarlega í rólegum botnlanga.
Í heildina er um að ræða bjart og snyrtilegt hús á góðum stað.
Nánari upplýsinga á skrifstofu í síma 482-4800 eða [email protected]