ÁRBORGIR FASTEIGNASALA 482 4800 kynnir í einkasölu:Fallegt og vel skipulagt 191,8m2 einbýlishús með bílskúr við Urriðalæk á Selfossi.
Um er að ræða timburhús klætt að utan með litaðri stálklæðningu og aluzink er á þaki og þakkanti. Gluggar og hurðar eru ál-tré.
Að innan skiptist eignin í forstofu, 2 baðherbergi, þvottahús, 3 svefnherbergi, sjónvarpshol, stofu og eldhús auk sambyggðs bílskúrs.
Að innan er húsið mjög vandað, hljóðdúkur er í loftum og gólfefni, innréttingar og tæki af vandaðri gerð. Borðplötur í eldhúsi og böðum auk sólbekkja eru úr steini frá S. Helgasyni
Nánari lýsing:
Forstofa: Mjög rúmgóð, harðparket er á gólfi og þar er góður fataskápur.
Þvottahús: Flísar eru á gólfi og þar er snyrtileg innrétting.
Barnaherbergin eru tvö, rúmgóð og er harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott og er parket á gólfi. Innaf hjónaherbergi er gott
fataherbergi með góðum innréttingum og þar innaf er flísalagt
baðherbergi en þar er sturta með innbyggðum tækjum og innréttingu.
Sjónvarpshol er parketlagt og er möguleiki á að nýta það sem fjórða herbergið.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, þar er stór sturta með innbyggðum tækjum, snyrtileg innrétting og baðkar.
Eldhús, glæsileg innrétting með góðum tækjum og er steinn frá S. Helgasyni á borðum. Parket er á gólfi.
Borðstofa og stofa eru í opnu og björtu rými, parket er á gólfi og þar er fallegur arinn. Stórir gluggar og rennihurð eru í rýminu og þar er fallegt útsýni yfir Ölfusá og Ingólfsfjall.
Bílskúr er með epoxy á gólfi og góðum skápum.
Við vesturhlið lóðarinnar er steyptur veggur í svörtum lit og fallegri lýsingu
Stór sólpallur með heitum potti er við húsið, rúmgóður geymsluskúr er á pallinum.
Innkeyrsla er hellulögð og með hitalögn. Hleðslustöð fyrir rafbíla er stasett utandyra.
Í heildina er um að ræða fallegt og vandað einbýlishús á góðum stað á Selfossi með fallegu útsýni.
Nánari upplýsingar og bókið skoðun á skrifstofu Árborga
[email protected]