ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu:Vel staðsettan sumarbústað við fjöruna á Stokkseyri. Einstakt útsýni yfir lónin og út á sjó.
Húsið er timburhús, klætt að utan með lituðu timbri, bárujárn er á þaki.
Heildarstærð eignarinnar er 51,7 m2.
Að innan skiptist húsið í forstofu, baðherbergi, 2 svefnherbergi, stofu og eldhús.
Nánari lýsing:
Forstofa er parketlögð, þar er fataskápur og fatahengi. Herbergin eru parketlögð, koja er í öðru herberginu. Baðherbergi er parketlagt. Þar er snyrtileg innrétting með handlaug og sturtuklefi.
Eldhús og stofa eru í opnu rými, snyrtileg rómgóð innrétting er í eldhúsi en í stofu falleg kamína og er útgengt á sólpall þar sem er heitur pottur.
Pallur er á baklóð, gras er á lóðinni og mulningur er í innkeyrslu.
Lóðin er 1.181 m2 og er leigulóð frá sveitarfélaginu Árborg.
Heitt vatn og rafmagn er í húsinu. Rotþró er á lóðinni.
Bátur fylgir með húsinu.
Nánari upplýsingar og bókið skoðun á skrifstofu Árborga.
arborgir@arborgir.is eða í síma 482-4800.