ÁRBORGIR FASTEIGNASALA kynnir í söluGrænuvellir 4, 800 Selfossi; tveggja hæða hús, nú skráð sem tveir eignarhlutir en eru 3 fullbúnar íbúðir tilbúnar til útleigu.
Eignin er skráð 247fm og stenfur á 816 fm eignarlóð.
Frábært tækifæri fyrir stórfjölskyldu að eignast fullbúið þriggja íbúða hús, eða til íbúðar og útleigu að hluta, eða fullrar útleigu, þar sem eru miklir leigutekju möguleikar.
Húsið er teiknað af teiknistofu Sigvalda Thordarson, Gísla Halldórssonar og Kjartans Sigurðssonar. Húsið er byggt á árunum 1945-6 og er í grónu og rólegu hverfi miðsvæðis á Selfossi. Að utan eru veggir klæddir með nýrri grárri báruálklæðningu. Húsið er skráð á tvö fastanúmer, en er innréttað sem þrjár fullbúnar íbúðir, hver þeirra með sér inngangi. Sér rafmagnsmælar. Umfangsmiklar lagfæringar hafa verið framkvæmdar á húsinu á undanförnum misserum.
Á efri hæð er ein íbúð, skráð 151,2 fm, þar af 27,2 fm bílskúr. 43 fm flísalagðar suðursvalir eru á hæðinni. Í íbúðinni eru borðstofa, stofa og 4 svefnherbergi. Nýtt flísalagt baðherbergi er með sturtu og annað nýtt gestasalerni, flísalagt. Nýtt eldhús. Eldri skápar eru á herbergisgangi.
Á neðri hæð eru ný innréttaðar tvær fullbúnar íbúðir, önnur tveggja herbergja um 68 fm, með geymslu við anddyri eldhús og baðherbergi með sturtu. Hin er þriggja herberrgja um 57 fm, herbergi/stofa, tvö svefnherbergi, eldhús og baðherbergi með sturtu. Auðvelt er að opna milli eignanna.
Nýtt vinylparket og gólfflísar er á gólfum alls hússins. Lagfærðir hafa verið veggir að innan og innréttað upp á nýtt, skipt um ofna sem þurfti, nýir gluggar að hluta, nýtt tengikerfi veitna, rafmagn endurnýjað að hluta, svo og lagnir og niðurföll.
Sameign er skráð 15,5 fm og 21,6 fm hjá HMS, en stærðir þessar eru nokkuð á reiki.
Til eru teikningar af sólskála yfir svalir á kortavef Árborgar, en sá skáli hefur ekki verið byggður.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga
arborgir@arborgir.is