ÁRBORGIR FASTEIGNASALA kynnir í einkasölu:
Hulduhóll 43 Eyrarbakki.Eignin er skráð 142,6fm og þar af er bílskúr 38,2fm
Að innan skiptist hún í anddyri, stofu, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús og bílskúr.
Anddyri er með flísum á gólfi og rúmgóðum fataskáp.
Stofa og eldhús eru opnu rými og parket er á gólfi. Stór innrétting frá Ikea með miklu skápaplássi og góðri eyju. Útgengt úr eldhúsi/stofu í garð.
Þrjú fín svefnherbergi eru í eigninni parketlögð og fataskápur í tveimur þeirra.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er rúmgóð gólfsturta, upphengt salerni og fín innrétting.
Þvottahús er með flísum á gólfi og innréttingu.
Bílskúr er með máluðu gólfi og þar er búið að útbúa lítið salerni og möguleika á setja sturtu.
Mulningur í bílaplani og gólfhiti í húsinu.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga
[email protected]