Fossheiði 3, 800 Selfoss
79.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
193 m2
79.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1967
Brunabótamat
77.700.000
Fasteignamat
71.550.000

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu:
Fossheiði 3 Selfossi

Um er að ræða 134,6 fm einbýlishús ásamt 58,4 fm bílskúr í heildina 193 fm að stærð. Húsið er steypt og klætt að utan með stölluðu járni en húsið var klætt að utan fyrir 11 árum síðan og þá var einnig þakið tekið í gegn og klætt með aluzink plötum. Nýjir gluggar eru í húsinu, að mestu leyti. Neysluvatnslagnir eru nýjar og skólplagnir hafa verið fóðraðar. Ný eldhúsinnrétting.
NÁNARI LÝSING:
Forstofa: slíalögð forstofa með fataskápum.
Forstofuherbergi: ágætlega rúmgott herbergi með parket á gólfi og fataskápum.
Gestasalerni: innaf forstofu sem er nýlega endurnýjað með upphengdu wc og flísalögðum klósettkassa.
Eldhús: Nýjar flísar á eldhúsgólfi. Rúmgóður borðkrókur í eldhúsi og nýjum gluggum/gleri.
með nýrri hvítri háglans U-laga eldhúsinnréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, nýjum innbyggðum ísskáp og nýjum borðplötum.
Stofa/borðstofa: eru í opnu rými, parket á gólfi nýtt gler í gluggum og fallegur arinn úr Drápuhlíðargrjóti.
Baðherbergi: nýlega uppgert, flísalagt í hólf og gólf, hiti í gólfi, sturta, innrétting með vaski og upphengdu wc. Nýr gluggi/gler.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi, góðum fataskápum og nýjum glugga/gleri.
Herbergi #2: Parket á gólfi, fataskápur og nýr gluggi/gler.
Þvottahús: Steypt gólf, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og vaski. Útgengt er úr þvottahúsi í bakgarð.
Búr/geymsla: Með flísum á gólfi, hillum og glugga. 
Bílskúr: Stór og bjartur 58.4fm bílskúr með mikilli lofthæð og gryfju. Búið er að setja nýja glugga/gler. Nýr glerfrontur með tveimur gönguhurðum. Núvarndi eigandi var með í bígerð að breyta bílskúr í stúdíóíbúð.
Garður: Gróinn og fallegur framgarður með skjólsælum trjám. Bakgarður er afgirtur og „lokaður“ með stórri skjólgirðingu.
Innkeyrsla: Innkeyrslan er steypt næst bílskúr en malbikuð að götu.
 
Í heildina er um að ræða mikið endurnýjað og vel byggt fjölskylduhús í grónu og skjólsælu hverfi.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.