Starmói 8, 800 Selfoss
88.500.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
4 herb.
172 m2
88.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2005
Brunabótamat
69.650.000
Fasteignamat
51.350.000

ÁRBORGIR - SELFOSSI S: 482 4800 kynna í einkasölu:
-Laust til afhendingar við kaupsamning-

Vandað og vel skipulagt 172,9 m2 parhús með innbyggðum bílskúr í Fosslandinu á Selfossi.
Húsið er timburhús klætt að utan með múrsteini, þak er klætt með máluðu járni. Heildarstærð hússins er 172,9m2 og er sambyggður bílskúr 29,7m2 þar af. Eignin telur stóra stofu / borðstofu með útgengi útí garð, rúmgott eldhús, bjart sjónvarpshol einnig með útgengi útí garð. Góða forstofu, 3 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, gott þvottahús. Hiti er í gólfum í forstofu, baði, þvottahúsi og bílskúr. Upptekið loft er í stofu, eldhúsi holi og sjónvarpsholi.
Flísar eru á gólfi í forstofu og þar er góður fataskápur. Herbergin eru flísalögð og eru fataskápar í þeim öllum. Falleg innrétting með steinborðplötu er í eldhúsi. Baðherbergi er flísalagt, þar er góð sturta og vönduð innrétting. Þvottahúsið er flísalagt og þar er góð innrétting. Bílskúr er flísalagður og snyrtilegur, geymsluloft er yfir hluta hans. Innréttingar, skápar og innihurðir eru sérsmíði frá RH í Reykjanesbæ. 
Steypt verönd og stétt er við húsið, garður er gróinn og mjög snyrtilegur, innkeyrsla er malbikuð.
Staðsetningin er skemmtileg og útsýni er að Ingólfsfjalli sem og að Ölfussá.
Í heildina er um að ræða mjög vandað og snyrtilegt hús á góðum stað.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.