Suðurbraut 34, 801 Selfoss
60.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
254 m2
60.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
85.450.000
Fasteignamat
49.100.000

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu.
Um er að ræða 254,7m2 einbýlishús á einni hæð með sambyggðum bílskúr.
Húsið er timburhús byggt árið 2007 og klætt með bárujárni.

Að innan skiptist eignin í anddyri, stofu, eldhús, þvottahús, geymslu, 4 svefnherbergi, baðherbergi, gestasalerni auk bílskúrs sem er skráður 52,6m2
Flísar eru á gólfi nema á svefnherbergjum þar er parket. Upptekið loft er í stofu og stofan er björt og rúmgóð. Viðarlituð eldhúsinnrétting með dökkri borðplötu. Í þvottahúsi er ágætis innrétting.
Í bílskúr eru flísar á gólfi og búið er að útbúa herbergi ásamt baðherbergi og lítil eldhúsaðstaða.

Eignin þarfnast töluverðs viðhalds. Gólfefni þarfnast endurnýjunar. Eldhúsinnrétting þarfnast viðhalds. Endurnýja þarf rofa, tengla og lok. Ganga þarf frá rafmagntöflu. Ganga þarf frá lýsingu í stofu. Innihurðar þarfnast endurnýjunar. Skápar í svefnherberjum þarfnast endurnýjunar. Innrétting í þvottahúsi þarfnast lagfæringar. Baðherbergi þarfnast viðhald, mygla í vegg. Leki er við skotrennu yfir stofu og eldhúsi, rakaskemmdir í lofti. Laga þarf þakkant og frágang í kringum bílskúrshurð. Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, neysluvatnslagnir og raflagnir. Útihurð er léleg og blæs inn með henni. Mygla og rakaskemmdir eru í eign.  Allt tréverk utanhúss er farið að láta á sjá. Lóðin er ófrágengin, vantar upp á rétta hæð lóðar í og við hús.  Eignin er skráð á byggingarstig 5 (tilbúin til innréttinga) og matsstig 7 og athuga þarf með meistara og byggingarstjórn á eigninni áður en farið er í framkvæmdir. Kaupanda er bent á að leita sér  aðstoðar sérfræðings til að afla upplýsinga og trygginga sem nauðsynlegar eru við kaup á eignum á þessu byggingarstigi.

Seljandi mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

Nánari upplýsingar á skrifstofu árborga
arborgir@arborgir.is

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.