Glóra , 801 Selfoss
19.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Tvíbýli
6 herb.
285 m2
19.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
89.300.000
Fasteignamat
47.700.000

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna

Um er að ræða tvær íbúðir neðri hæð 128,3 m2 og efri hæð 157,3 samtals 285,6 m2 að stærð við Glóru land í Flóahreppi. Eign sem þarfnast mikilla endurbóta að utan sem innan.
Íbúð á neðri hæð :  Forstofa með korkflísum á gólfi. Eldhús með dúk á gólfi, gömul innrétting sem þarfnast endurnýjunar. Lítið búr með hillum inn af eldhúsi þarfnast viðhalds. Hjónaherbergi með plastparketi á gólfi. Barnaherbergi með dúk á gólfi og fataskáp. Baðherbergi með flísum á gólfi, sturta og Innréttingu sem þarfnast endurnýjunar. Tengi fyrir þvottavél.  Stofa með plastparketi á gólfi.
Íbúð á efri hæð og ris :   Forstofa á jarðhæð með dúk á gólfi . Þar til hliðar er herbergi sem innréttað er sem baðherbergi með flísum á gólfi, sturta, lítill skápur. Baðherbergi þarfnast endurnýjunar. Frá forstofu er stigi upp á efri hæðina. Ónýtur dúkur á stiga. Herbergi með teppi og lausum skáp, þarf að klæða vegg. Eldhús með dúk á gólfi, gömul innrétting sem þarfnast endurnýjunar, borðkrókur. Stofa með teppi á gólfi. Svefnherbergisgangur með teppi á gólfi og útgengi út á svalir. Herbergi með dúk á gólfi. Tvö herbergi með plastaparketi á gólfi, laus skápur í öðru þeirra. Baðherbergi með flísum á gólfi, léleg innrétting og baðkar. Baðherbergi þarfnast endurnýjunar. Hol með teppi á gólfi. Ónýtt teppi er á stiga upp í ris. Í risi eru tvö herbergi með dúka á gólfi. Sjónvarpshol með teppi á gólfi.
Endurnýja þarf öll gólfefni í húsinu. Endurnýja þarf alla fataskápa. Baðherbergin þarfnast endurnýjunar. Eldhúsin þarfnast endurnýjunar. Mygla er í eign. Rafmagn er í ólagi og þarfnast endurnýjunar.  Yfirfara þarf ofna- og neysluvatnslagnir. Rafmagn þarf að yfirfara.   Eignin þarfnast alsherjar viðhalds.

Að utan er ástand hússins mjög lélegt. Þakjárn og þak þarfnast endurnýjunar. Þakkantur er fúinn og þarfnast endurnýjunar. Timburklæðning eignar er fúin og þarfnast endurnýjunar. Endurnýja þarf glugga og gler. Útidyrahurðir eru ónýtar. Svalahurðir þarfnast endurnýjunar.  Skólpið þarfnast endurnýjunar. Frárennslislagnir þarfnast endurnýjunar. Garður er í órækt.

Seljandi mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.