Ólafsvellir 11, 825 Stokkseyri
33.500.000 Kr.
Fjölbýli
8 herb.
237 m2
33.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
70.700.000
Fasteignamat
47.350.000

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu:
Um er að ræða einbýlishús í nýlegu hverfi á Stokkseyri. Húsið er kubbahús, búið er að setja múr utan á það en ekki er búið að ganga frá endanlegri múrhúð. Eftir er að setja allar áfellur í kringum glugga og hurðir. Húsið er á tveim hæðum og skiptist þannig að á neðri hæð er forstofa, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, hol, stofa og eldhús auk bílskúrs. Á efri hæð er hol, baðherbergi og fimm svefnherbergi. Flísar eru á gólfi í forstofu og herbergi á neðri hæð. Baðherbergið er flísalagt gólf og hluti veggja en þar er sturta. Plastparket er á holi og þar er stigi uppá efri hæð. Þvottahúsið er flísalagt en þar er innangengt í bílskúr. Plastparket er á stofu og eldhúsi, í eldhúsi er ágæt innrétting og í stofu er hurð út á lóð. Herbergin á efri hæð eru öll parketlögð, fataherbergi er innaf hjónaherbergi. Baðherbergið er flíslagt bæði gólf og hluti veggja, þar er innrétting baðkar og sturta. Holið er með plastparketi og þar er hurð útá ófrágengnar svalir. Bílskúr er ómúraður en málaður að innan, flísar eru á honum að hluta. Skemmd er í flísum eftir vegg sem hefur verið fjarlægður. Geymsla er innaf skúr og er hún einnig flísalögð að hluta. Flísar í bílskúr eru brotnar og þarfnast endurnýjunar.
Töluvert mikill lokafrágangur er eftir á eigninni að innan sem utan.  Á holi, stofu og eldhúsi er parket sem þarfnast endurnýjunar. Herbergishurðar eru ónýtar og vantar alla þröskulda. Engir skápar eru í herbergjum og baðherbergisinnréttingar þarfnast endurnýjunar. Eldhúsið þarfnast viðhalds. Eldhúsinnrétting þarfnast endurnýjunar. Baðherbergi á neðri og efri hæð þarfnast mikils viðhalds. Þvottahús þarfnast mikils viðhalds.  Stiga milli hæða þarfnast endurnýjunar. Að utan er mikil vinna eftir við pússningu og frágang á veggjum.  Múrhúð er eftir að utan og allur frágangur í kringum glugga og hurðir. Óklætt upp í þakskyggni og mikil vinna eftir við þakkant. Rennuniðurföll vantar. Að innan þarf að mála eignina. Lokafrágangur er eftir á hitakerfi og einnig á rafmagni. Eignin er skráð á byggingarstig 4 (fokheld) og matsstig 8 (tekið í notkun í byggingu) og athuga þarf með meistara og byggingarstjórn á eigninni áður en farið er í framkvæmdir.
Lóð hússins er öll ófrágengin og í mikilli órækt. Hún er að stórum hluta ekki í réttri hæð. innkeyrsla er malarborin.
Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, neysluvatnslagnir og rafmagn.
Kaupandi skal áður en hann hefur framkvæmdir ráða nýjan byggingarstjóra að húsinu, nema kaupandi semji við byggingarstjóra húss um áframhaldandi starf.  Sama gildir um alla aðra iðnameistara að húsinu.   Ef eftir á að tengja hitaveitu, kalt vatn og rafmagn þá er það á ábyrgð kaupenda að sjá um það og greiða allan kostnað því fylgjandi. Kaupanda er bent á að leita sér  aðstoðar sérfræðings til að afla upplýsinga og trygginga sem nauðsynlegar eru við kaup á eignum á þessu byggingarstigi.
Seljandi mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.