Hvítárbraut 33, 801 Selfoss
25.900.000 Kr.
Sumarhús
3 herb.
44 m2
25.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1984
Brunabótamat
14.200.000
Fasteignamat
18.200.000

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna:
Fallegt sumarhús á mjög fallegri lóð við Hvítárbraut í Vaðnesi. Húsið er timburhús klætt að utan með málaðri timburklæðningu, litað járn er á þaki. Heildarstærð hússins er 44,4m2 og að auki er góður geymsluskúr við húsið sem er ekki skráð í heildarstærð hússins. Að innan skiptist húsið í forstofu, 2 svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhús. Flísar eru á gólfi í forstofu og á baði. Herbergin eru með harðparketi á gólfi. Stofan og eldhúsið eru í opnu rými, harðparket er á gólfi og í eldhúsi er nýleg innrétting. Hurð er út á sólpall í stofu. Húsið er mjög smekklegt að innan, innréttingar og gólfefni voru endurnýjuð fyrir um 2 árum síðan og var húsið málað að innan á sama tíma. Góður sólpallur með skjólveggjum og heitum potti er við húsið.
Lóðin er um 8.600 m2 eignarlóð og er hún gróin og falleg.
Í heildina er um að ræða snyrtilegt sumarhús á fallegum stað rétt við bakka Hvítár.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.