Krókur, hótel , 816 Þorlákshöfn
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
24 herb.
936 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
21
Baðherbergi
25
Inngangur
Sér
Byggingaár
2001
Brunabótamat
271.550.000
Fasteignamat
122.550.000

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna;
Um er að ræða fullbúið hótel á fallegum stað í Ölfusi. Húsið er timburhús klætt að utan með lituðu áli, slétt og bára í bland, litað járn er á þaki. Gulggar eru úr pvc og er þakkantur úr áli. Heildarstærð hússins er 874,7m2 og skiptist það í móttöku, veitingasal, setustofu, salerni, eldhús, geymslur og 21 fullbúið herbergi.
Móttaka er flísalögð og þar er snyrtilegt móttökuborð sem er samnýtt sem bar fyrir veislusalinn. Skrifstofa er innaf móttöku. Veislusalurinn er parketlagður og bjartur. Eldhúsið er með epoxy á gólfi en innaf eldhúsi er starfsmannaaðstaða, þvotthús og geymsla. Salerni eru 3 og eru þau flísalögð og snyrtileg. Setustofa er á milli herbergisgangs og herbergjaálmu.
Herbergjaálma er teppalögð en í enda hennar er útgengt á sólpall með skjólveggjum og heitum potti.
Herbergin eru öll teppalögð 2-3 manna og er sérbaðherbergi með hverju herbergi. Baðherbergið er flísalagt og er sturta á hverju herbergi.  
Hellögð stétt er framan við húsið, innkeyrlsa er með mulningi og er lóðin frágengin.
Við hlið hótelsins stendur sumarhús á sérlóð sem getur fylgt með eigninni. Húsið er 62,9m2 fullbúið og var það nýtt sem starfsmannahús.
Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.