Réttarhólsbraut 22, 801 Selfoss
12.000.000 Kr.
Sumarhús
3 herb.
53 m2
12.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
17.450.000
Fasteignamat
17.550.000

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu.
Um er að ræða eldra sumahús sem stendur á 5.000 m2 leigulóð í Öndverðarnesi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húið er byggt árið 1972, timburhús klætt með málaðri timburklæðningu, bárujárn er á þaki. Klæðningin er í ágætu ástandi en kominn er tími á endurnýjun á þakjárni. Að innan skiptist eignin í forstofu/eldhús, 2 stofur og svefnherbergi auk svefnlofts sem er yfir hluta hússins. Salerni er í sérrými við hlið inngangs og geymsla er einnig á sólpalli. Í eldhúsi er eldri innrétting og gólfborð eru á gólfi. Gólfborð eru á stofu en þar er hurð útá sólpall og kamína sem er ekki tengd. Hin stofan er með gólfborðum en hún er í viðbyggingu sem er talsvert nýrri en byggingarár hússins segir. Herbergið er innaf stofu og er ekki aflokað. Salerni er sér eins og áður segir en ekki er búið að setja niður hefðbundna rotþró. Engin sturta er í húsinu. Búið er að taka inn hitaveitu en rafmagn er ekki komið inn.  Ágætur sólpallur er við húsið, lóðin er öll gróin og skjólgóð en búið að gróðursetja mikið í lóðina í gegnum árin.
Í heildina er um að ræða ágætt eldra sumarhús sem stendur á fallegri lóð í mjög eftirsóttu hverfi.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.