Urðartjörn 1, 800 Selfoss
44.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
4 herb.
153 m2
44.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1990
Brunabótamat
50.450.000
Fasteignamat
38.800.000

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu:
Um er að ræða endaraðhús í grónu og eftirsóttu hverfi á Selfossi. Húsið er steypt, múrað og málað að utan, litað járn er á þaki. Að innan skiptist eignin í forstofu, þvottahús, baðherbergi, sjónvarpshol, 3 svefnherbergi, stofu og eldhús auk sambyggðs bílskúrs. Forstofan er flísalögð, þvottahúsið er einnig flísalagt en þar er góð innrétting og innangengt í bílskúr. Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, þar er góð innrétting, sturta og baðkar. Hjónaherbergi er parketlagt og þar er góður skápur. Barnaherbergin eru með dúk á gólfi og er skápur í öðru þeirra. Gegnheilt parket er á gangi og holi. Eldhúsið er með gegnheilu parketi og þar er falleg innrétting. Stofan er björt og rúmgóð, parket er á gólfi og loft er upptekið. Hurð er útá sólpall í stofunni. Bílskúr er fullbúinn en í enda hans er búið að útbúa gott herbergi. Góður sólpallur með skjólveggjum  er á baklóð, lítill pallur er einnig framan við húsið. Lóðin er gróin og skjólgóð, mulningur er í innkeyrslu.
Staðsetning er mjög góð eignin stendur rétt við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Í heildina er um að ræða mjög snyrtilega og vel staðsetta eign.
Nánari upplýsingar á skristofu Árborga.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.