Dverghamar , 801 Selfoss
89.900.000 Kr.
Lóð/ Jörð
0 herb.
65535 m2
89.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
93.350.000
Fasteignamat
30.230.000

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna;
Fallegt og fullbúið einbýlishús ásamt hesthúsi sem stendur á rúmlega 30 hektara landi á góðum stað í Flóahreppi. Íbúðarhúsið er timburhús klætt að utan með lituðu járni og er bárujárn á þaki. Húsið er alls 191,9m2 að stærð og er sambyggður bílskúr49,5m2 þar af. Að innan skiptist eignin í forstofu, þvottarhús, baðherbergi, 3 svefnherbergi, hol, stofu og eldhús. Forstofan er flísalögð og þar er góður fataskápur. Þvottahúsið er með flísum á gólfi en þar er stór innrétting en innangengt er í bílskúr í þvottahúsi. Flísar eru á gólfi í holi, stofu og eldhúsi, í eldhúsi er vönduð eikarinnrétting með góðum tækjum en hurð er útá sólpall í eldhúsi. Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, þar er falleg innrétting, sturta og hornbað. Herbergin eru flísalögð og eru skápar í tveim þeirra. Bílskúr er flísalagður, í enda hans eru góðir skápar en milliloft er yfir hluta hans. Gólfhiti er í öllu húsinu en húsið er kynnt með nýlegri varmadælu sem tekur ekki mikið rafmagn. Stór sólpallur með skjólveggjum er á suðurlóð hússins, hellulögð innkeyrsla er framan við húsið. Hesthúsið er 230m2 að stærð og skiptist það í vélaskemmu og hesthús með haughúsi undir. Hesthúsið er innréttað sem 12 hesta hús og er það fullbúið. Landið er um 31 hektari og er það þurrt að mestu og grasi gefið.
Snyrtileg og fullbúin eign á góðum stað.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga. 
 

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.